UM OKKUR
Hagafoss er nýtt nafn á grónu verktakafyrirtæki á suðurlandi sem áður hét Gísli ehf. Nafnabreyting fyrirtækisins er hluti af breytingum sem verða með tilkomu nýrra meðeigenda félagsins. Nýtt nafn – sama kennitala.
Hagafoss er framsækið fyrirtæki í byggingariðnaði þar sem lögð er mikil áhersla á að vanda til verka og að gæði séu höfð í fyrirrúmi.
Fyrirtækið er staðsett á Stokkseyri og sinnum við fjölbreyttum verkefnum á öllu suðurlandinu og víðar.
Hjá okkur er góður hópur reynslumikilla smiða og verkamanna og er þekking og reynsla okkar mjög víðtæk.

Við tökum að okkur lítil og stór verkefni af flestum gerðum, byggingastjórn og sinnum verkefnastjórnun og samskiptum við alla iðnaðarmenn sem koma að verki.